Viðskiptafræðingur - Austurland


Deloitte leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að bætast í hóp reynslumikilla sérfræðinga á Austurlandi.

Viðkomandi mun meðal annars vinna við fjölbreytt og áhugaverð verkefni á sviði reikningshalds, endurskoðunar, ársreikningagerðar og skattskila.

Skrifstofur Deloitte á Austurlandi eru á Egilsstöðum og Neskaupstað.

Hæfniskröfur:

  • B.Sc í viðskiptafræði af reikningshaldssviði eða öðrum tengdum greinum
  • Mastersnám í reikningshaldi og endurskoðun er kostur
  • Reynsla af vinnu við bókhald og ársreikningagerð æskileg en ekki skilyrði
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2018. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir mannauðsstjóri, harpa@deloitte.is.

Umsóknarfrestur til og með 22. júlí 2018