Verkefnastjóri vöruþróunarverkefna


Vegna aukinna umsvifa leitar Deloitte að öflugum og metnaðarfullum liðsmönnum til að takast á við ný verkefni með okkur, þróa þau og móta. Um spennandi og krefjandi starf er að ræða í alþjóðlegu umhverfi.

Deloitte leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til að bætast í hóp reynslumikilla sérfræðinga hjá Consulting Deloitte. Unnið er náið með stjórnendum fyrirtækja að úrlausn krefjandi verkefna á sviði upplýsingatækniráðgjafar.
Deloitte er stærsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi með um 260 þúsund starfsmenn í yfir 150 löndum. Á Íslandi starfa um 270 sérfræðingar við ráðgjöf og endurskoðun.

Deloitte leitar að framsæknum starfsmanni með reynslu af vörustýringu í hugbúnaðargerð, stýringu þróunarverkefna, innleiðingu lausna og viðhaldi þeirra. Styrkleikar í mannlegum samskiptum, leiðtogahæfni og hæfni til skjölunar og faglegra vinnubragða (á ensku) eru mikilvægir.

Hæfniskröfur:

 • Góð samstarfshæfni, jákvæðni og þjónustulund
 • Leiðtogahæfni, geta drifið fólk með sér 
 • Þekking á faglegri verkefnastjórnun, þ.m.t. PRINCE2, PMBOK & Agile
 • Hæfni til skjölunar og faglegra vinnubragða (skjalað á ensku)
 • Mikil skipulagshæfni,sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Geta unnið undir álagi

Menntun og reynsla:

 • Víðtæk þekking á upplýsingatækni
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vörustýringu í hugbúnaðargerð
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af innleiðingarverkefnum á lausnum til viðskiptavina
Umsóknarfrestur til og með 24. júní 2018