Verkefnastjóri í samþættingarráðgjöf


Vegna aukinna umsvifa leitar Deloitte að öflugum og metnaðarfullum liðsmönnum til að takast á við ný verkefni með okkur, þróa þau og móta. Um spennandi og krefjandi störf er að ræða í alþjóðlegu umhverfi.

Við leitum að öflugum leiðtoga með reynslu af verkefnastjórnun í stærri upplýsingatækniverkefnum. Viðkomandi mun koma til með að stýra stærri UT-verkefnum innan Deloitte og hjá viðskiptavinum. Yfirgripsmikil þekking á uppplýsingatækni og faglegri verkefnastjórnun (t.d. PRINCE2, PMBOK & Agile) nauðsynleg.

Hæfniskröfur:

 • Góð samstarfshæfni, jákvæðni og þjónustulund
 • Leiðtogahæfni, geta drifið fólk með sér
 • Þekking á faglegri verkefnastjórnun, þ.m.t. PRINCE2, PMBOK & Agile
 • Mikil skipulagshæfni,sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Geta sett sér markmið, mælt og fylgt þeim eftir
 • Geta til að vinna undir álagi

Menntun og reynsla:

 • Yfirgripsmikil þekking á upplýsingatækni
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • MPM B eða C vottun kostur
 • 5 ára reynsla í verkefnastjórnun eða meira
 • Reynsla í innleiðingarverkefnum á grunnkerfum fyrirtækja
Umsóknarfrestur til og með 24. júní 2018