Sérfræðingur í viðskiptagreind og greiningum


Vegna aukinna umsvifa leitar Deloitte að öflugum og metnaðarfullum liðsmönnum til að takast á við ný verkefni með okkur, þróa þau og móta. Um spennandi og krefjandi störf er að ræða í alþjóðlegu umhverfi.

Deloitte leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til að bætast í hóp reynslumikilla sérfræðinga hjá Consulting Deloitte. Unnið er náið með stjórnendum fyrirtækja að úrlausn krefjandi verkefna á sviði upplýsingatækniráðgjafar.
Deloitte er stærsta ráðgjafafyrirtæki í heimi með um 260 þúsund starfsmenn í yfir 150 löndum. Á Íslandi starfa um 270 sérfræðingar við ráðgjöf og endurskoðun.

Deloitte leitar að einstaklingi til að starfa í stækkandi teymi á sviði greininga og upplýsingastýringar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á helstu tólum og tækjum t.d. Power BI, R, SAP BO o.fl. sem og víðtæka þekkingu á viðskiptagreind og aðferðum tengdum faginu.

Hæfniskröfur:

  • Góð samstarfshæfni, jákvæðni og þjónustulund
  • Þekking á helstu tólum og tækjum t.d. Power BI, R, SAP BO ofl.
  • Hæfni til framsetningar á gögnum
  • Geta unnið undir álagi

Menntun og reynsla:

  • Víðtæk þekking á viðskiptagreind og aðferðum tengdum faginu
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnum á sviði greininga, skýrslugerðar og vöruhúsa gagna
  • Þekking á ETL ferlum
  • Reynsla í innleiðingarverkefnum á lausnum til viðskiptavina
Umsóknarfrestur til og með 24. júní 2018