Almenn umsókn um starf hjá Deloitte ehf. 2015-2017


Við ráðum bæði nýútskrifaða háskólanema, meistaranema og reynda sérfræðinga til starfa. Við sækjumst eftir hæfasta fólkinu til starfa og því fleiri sem sækja um hjá okkur, þeim mun líklegra er að við finnum besta starfsfólkið.

Hjá okkur starfa löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingar, fjármálafræðingar, verkfræðingar, tölvufræðingar, kerfisfræðingar, fjármálaverkfræðingar, alþjóðafræðingar, markaðsfræðingar, margmiðlunarhönnuðir, félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, húsasmiður, viðurkenndir bókarar og svo mætti lengi telja.

85% starfsmanna er með grunnmenntun úr háskóla, 43% með meistaragráðu.

Athugaðu hvort við höfum laust starf sem hentar menntun þinni og reynslu, eða sendu okkur opna umsókn. Við munum geyma hana í 12 mánuði og við byrjum alltaf á því að leita í okkar eigin gagnagrunn þegar störf losna.

Hverju sækjumst við eftir.

Hjá Deloitte  leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfulla og skemmtilega starfsmenn. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni, skýra starfsþróunarmöguleika, lærdómsmenningu á vinnustaðnum og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn