Störf í boði


Fjármálaráðgjöf - Sérfræðingur


Vegna aukinna umsvifa á fyrirtækjamarkaði og sterkrar verkefnastöðu leitar Fjármálaráðgjöf Deloitte að öflugum starfsmönnum til að bætast í hóp reyndra ráðgjafa.

Fjármálaráðgjöf Deloitte leitar af nýútskrifuðum meistaranemum til að bætast í hóp öflugra ráðgjafa. Fjármálaráðgjafar Deloitte vinna náið með fyrirtækjum að úrlausn krefjandi verkefna. Unnið er í verkefnateymum undir handleiðslu verkefnastjóra og reyndra ráðgjafa.  

Nýr sérfræðingur þarf að vera tilbúinn til að sækja þjálfun erlendis í 6 mánuði í kjölfar ráðningar.

Umsóknarfrestur til og með 11. júní 2017

Fjármálaráðgjöf - verkefnastjóri


Vegna aukinna umsvifa á fyrirtækjamarkaði og sterkrar verkefnastöðu leitar Fjármálaráðgjöf Deloitte að öflugum starfsmönnum til að bætast í hóp reyndra ráðgjafa. Verkefnastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórnun einstakra verkefna, undir handleiðslu reyndra ráðgjafa í stjórnendateymi fjármálaráðgjafar. Verkefnastjóri mun meðal annars sinna faglegri gæðastýringu, samskiptum við viðskiptavini og þjálfun þeirra ráðgjafa sem vinna að verkefnum undir verkefnastjóra.

 

Umsóknarfrestur til og með 11. júní 2017

Aðstoðarmaður endurskoðenda


Við erum að leita að öflugu fólki í störf aðstoðarmanna endurskoðenda.

Við tökum á móti umsóknum allt árið um kring fyrir allar starfsstöðvar Deloitte ehf.  

Skila má inn umsóknum hvenær sem er.  Allar umsóknir eru teknar til skoðunar og öllum umsækjendum er svarað.

Aðstoðarmaður endurskoðanda vinnur verkefni á sviði reikningshalds og endurskoðunar undir handleiðslu löggilts endurskoðanda.

 

Starfssvið

Aðstoðarmaður endurskoðanda vinnur með teymi reyndari sérfræðinga að endurskoðun stórra og smárra íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja.

 

Hæfnikröfur

B.S í viðskiptafræði af reikningshaldssviði eða skyldum greinum

Nemi í M.Acc reikningshaldi og endurskoðun

M.Acc í reikningshaldi og endurskoðun

 

Aðrar upplýsingar

Reynsla af vinnu við bókhald æskileg en ekki skilyrði.

Góð færni í Excel áskilin.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir, mannauðsstjóri.

harpa.thorlaksdottir@deloitte.is


Almenn umsókn um starf hjá Deloitte ehf.


Við ráðum bæði nýútskrifaða háskólanema, meistaranema og reynda sérfræðinga til starfa. Við sækjumst eftir hæfasta fólkinu til starfa og því fleiri sem sækja um hjá okkur, þeim mun líklegra er að við finnum besta starfsfólkið.

Hjá okkur starfa löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingar, fjármálafræðingar, verkfræðingar, tölvufræðingar, kerfisfræðingar, fjármálaverkfræðingar, alþjóðafræðingar, markaðsfræðingar, margmiðlunarhönnuðir, félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, húsasmiður, viðurkenndir bókarar og svo mætti lengi telja.

85% starfsmanna er með grunnmenntun úr háskóla, 43% með meistaragráðu.

Athugaðu hvort við höfum laust starf sem hentar menntun þinni og reynslu, eða sendu okkur opna umsókn. Við munum geyma hana í 12 mánuði og við byrjum alltaf á því að leita í okkar eigin gagnagrunn þegar störf losna.